Jákup á Dul Jacobsen
Jákup á Dul Jacobsen
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Lánardrottnar félagsins L-Investments fá aðeins 0,0095% af kröfum sínum í þrotabú félagsins. Félagið var í eigu Jákups á Dul Jacobsen, stofnanda og aðaleiganda Rúmfatalagersins og fjárfesti í ýmsum eignum. Félagið hét áður Lagerinn ehf. Nafninu var breytt úr Lagerinn í L-Investments undir lok maí árið 2010.

Lagerinn keypti m.a. árið 2007 meirihluta í dönsku húsgagnaversluninni ILVA. Félagið átti jafnframt um 10% hlut í bandarísku verslunarkeðjunni Cost Plus Inc og fleiri eignir.

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að félagið L-Investments var úrskurðað gjaldþrota í héraðsdómi Reykjaness 20. desember í fyrra. Skiptum lauk 13. september síðastliðinn. Almennar kröfur í þrotabúið námu samtals 31.104.713.156 krónum og fengust tæpar þrjár milljónir króna upp í þær.