Pacific Water and Drinks, sem er í eigu athafnamannsins Jóns Ólafssonar, hefur keypt kínverska fyrirtækið China Water and Drinks. Kínverska félagið samanstendur af níu fyrirtækjum staðsett í Kína og Hong Kong. Í tilkynningu um kaupin segir að fjárfestingin styrki stöðu Pacific Water & Drinks á kínverska markaðinum. Umsvif félagsins ná til Hong Kong, Shanghai, Guangzhou og Xian.

Jón segist í tilkynningu afar ánægður með yfirtökuna á félaginu. Reksturinn í Kína verði hornsteinn Pacific Water & Drinks og opni fyrir mikla möguleika á kínverskum markaði. Framleiðslugeta félagsins er um 1,3 milljarðar flaskna og eru starfsmenn allt að 1.150 talsins. Kaupverð er ekki gefið upp í tilkynningu.