Engar eignir fundust upp í 9,8 milljóna kröfur við lok skipta á þrotabúi félagsins Loo ehf. Félagið hélt utan um tónlistarsköpun- og rekstur Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, sem þekkt er undir listamannsnafninu Lay Low. Hún var jafnframt framkvæmdastjóri og eini stjórnarmaður félagsins.

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að félag Lay Low hafi verið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. janúar síðastliðinn. Skiptunum lauk 19. september síðastliðinn.

Félag Lay Low var stofnað árið 2007 og skilaði aðeins uppgjöri fyrir það ár. Þetta fyrsta ár nam afkoma fyrir skatta rétt rúmri einni milljón króna og var hagnaður ársins upp 845 þúsund krónur. Viðskiptakröfur námu tæpum 9 milljónum króna í lok árs 2007. Þessar kröfur mynduðu nær allar eignir félags tónlistarkonunnar. Viðskiptaskuldir námu á sama tíma tæpum 2,5 milljónum króna og námu skammtímaskuldir tæpum 7,6 milljónum króna.

Hvorki náðist í Lay Low né skiptastjóra þrotabúsins þegar eftir því var leitað í dag.