Play, þriðju kynslóðar símafélag í Póllandi, sem er að 75% í eigu Novators, hefur fengið 650 milljónir evra í lán frá China Development Bank (CDB), að því er fram kemur í Financial Times í morgun.

Lánið mun marka innreið bankans á mið-evrópskan markað, að sögn blaðsins.

FT ræðir við Björgólf Thor Björgólfsson, eiganda Novators, sem segir blaðinu að lánið hafi verið tekið á „markaðsvöxtum“, en vill ekki tilgreina þá nánar. Hann segist vonast til þess að fá tækifæri til að vinna með CDB að fleiri verkefnum í Mið-Evrópu.