Títan fjárfestingafélag ehf., sem á m.a. allt hlutafé í Wow air og er að fullu í eigu Skúla Mogensen, skilaði tæplega 35 milljóna króna tapi í fyrra, en árið 2011 var 134,7 milljóna króna tap á rekstri félagsins. Nettó fjármagnsgjöld félagsins í fyrra námu 26 milljónum króna og þá námu óregluleg gjöld 78,8 milljónum króna. Mismunur á öðrum rekstrartekjum og gjöldum er jákvæður um sjötíu milljónir króna. Skúli segir að þrátt fyrir tapið sé útlitið fyrir þetta ár gott.

Eignir Títan fjárfestingafélags námu um síðustu áramót rúmum 2.616 milljónum króna og þar af námu eignarhlutir í öðrum félögum 2,3 milljörðum króna. Þá eru lánasamningar í eigu félagsins metnir á 265,7 milljónir króna. Skuldir eru aftur á móti hærri en eignir og nema 2.753 milljónum króna og þar af eru hluthafalán upp á 2.033 milljónir. Eigið fé var því neikvætt um 136,8 milljónir króna um síðustu áramót.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Ísland er ofarlega á lista yfir ríki þar sem auðvelt er að stunda viðskipti
  • Ýmsar leiðir eru færar til að skapa tekjur af QuizUp
  • HB Grandi verður skráður á Aðalmarkað
  • Össur Skarphéðinsson telur Grænland geta orðið mikilvægan markað fyrir vörur frá Íslandi
  • Eyþór Arnalds segir að sveitarfélög geti vel hagrætt í rekstri
  • Minjavernd fær milljarð fyrir Bernhöftstorfuna
  • Tuttugu og sjö tegundir af jólabjór verða til sölu í Vínbúðunum fyrir þessi jól
  • Sjóðurinn Fantex vill selja hlutabréf í leikmönnum
  • Advel ætlar að útskýra fyrir fólki hvað kemur í veg fyrir að gjaldeyrishöft eru afnumin
  • Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, ræðir breytingar á stjórn fyrirtækisins og margt fleira
  • Fjárhagsstaða Sandgerðisbæjar er afar erfið
  • Seðlabankinn segir að hóflegar launahækkanir muni stuðla að hagvexti
  • Íslandsbanki styður söluna á Íslenskum verðbréfum til MP banka
  • Bréf í Vodafone hækka eftir gott uppgjör
  • Greiðslur ríkisins til bænda munu lækka um milljarð
  • Nærmynd af Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um forgangsröðun í ríkisrekstri
  • Óðinn skrifar um Norðurslóðasókn
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira