*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 22. febrúar 2010 16:02

Félag stærsta hluthafa Iceland Seafood í greiðslustöðvun

Ritstjórn

Dótturfélag British Seafood, sem er í eigu Bretans Marks Holyoake sem á 73% í Iceland seafood, óskaði eftir greiðslustöðvun í dag. Um er að ræða félagið Bloomsbury International sem flytur inn og selur sjávarafurðir til Bretlands og annarra landa Evrópu.

Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður og einn eigandi Iceland Seafood, forvera SÍF, segir að þetta eigi ekki að hafa nein áhrif á hans fyrirtæki. Það litla sem hann hafi frétt af málinu sé að eitt dótturfélag British Seafood hafi óskað eftir greiðslustöðvun. Það fari tíma að vinna úr því. Líkur séu á að það félag sé rekið sjálfstætt og óháð móðurfélaginu. Því ætti þessi staða ekki að hafa mikil áhrif á British Seafood. Hann hafi þó ekki fengið neinar ítarlegar upplýsingar um þessi mál og eigi því erfitt með að úttala sig um það.

Ótengd félög með sama eiganda

Benedikt leggur áherslu á að þegar Bretinn Mark Holyoake keypti stóran hlut í Iceland Seafood af Ólafi Ólafssyni þá gerði hann það í gegnum sérstakt félag sem er óháð British Seafood. Lögð hafi verið áhersla á að þetta yrðu sjálfstæð viðskipti og óháð öðrum félögum. Það sem félögin eigi sameiginlegt er eigandinn.

Stjórnarformaður Iceland Seafood segir það ganga mjög vel í rekstri fyrirtækisins. Fjárhagslegur styrkur fyrirtækisins sé góður og markaðir góðir. Hann er því fullur bjartsýni á framtíðarrekstur þess fyrirtækis.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is