Norvest ehf., félag fjárhagslega tengt Brynju Halldórsdóttur, stjórnarmanni í Kaupþingi banka hf., hefur í dag gert framvirkan samning um kaup á 1.300.000 hlutum í bankanum að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Norvest er í eigu félaga í eigu Jóns Helga Guðmundssonar fjárfestis.

Gjalddagi samningsins er 23. febrúar 2007. Meðalverð í viðskiptunum var 79,233 SEK á hlut.

Í tilkynningunni kemur fram að Brynja Halldórsdóttir á 9.206 hluti í bankanum. Aðilar fjárhagslega tengdir Brynju eiga samtals 13.512.048 hluti í bankanum. Ofangreindir hlutir í hinum framvirku viðskiptum eru ekki taldir með í þeirri tölu. Brynja Halldórsdóttir er varamaður í stjórn Norvest ehf.