Félagið TF Duty, sem tengt var rekstri flugfélagsins Wow air, hefur verið lýst gjaldþrota. Þrátt fyrir tengsl við fyrrnefnt flugfélag var það fyrir utan gjaldþrot Wow sem skeði í mars á síðasta ári. Tilkynning um gjaldþrotið barst á vef Lögbirtingarblaðsins.

Samkvæmt vef Skattsins skilaði TF Duty síðast ársreikningi árið 2017 og því má ætla að starfsemin hafi verið lítil sem engin undanfarin misseri. Að sögn Einars Huga Bjarnasonar skiptastjóra TF Duty er kröfulýsingarfrestur nýhafinn og engar kröfur borist búinu enn sem komið er. Við fyrstu sýn virðist félagið eignalaust.