Félagið Varnagli ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Það var stofnað vegna hlutabréfakaupa Tryggva Þórs Herbertssonar alþingismanns þegar hann gegndi stöðu forstjóra Askar Capital. Í lok árs 2007 var eigið fé félagsins neikvætt um rúmlega 70 milljónir króna en það skuldaði um 300 milljónir vegna hlutafjárkaupa í Askar Capital.

Í lok árs 2010 var eigið fé félagsins neikvætt um rúmlega 800 milljónir en þá var það í eigu Eignarhaldsfélagsins Hrímbakur ehf., sem var í eigu félaga Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone. Þangað var félagið selt frá Rákungi ehf., sem keypti félagið af Tryggva Þór árið 2008.

Lesa má um fleiri félög fyrrverandi starfsmanna Askar Capital sem tekin hafa verið til gjaldþrotaskipta í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.