Aurláki, félag í eigu Karl Wernerssonar, var fyrir helgi dæmt í héraðsdómi til greiðslu 970 milljóna auk dráttarvaxta.

Dómurinn féllst á kröfu Þrotabús Milestone um riftun á framsali kröfu Milestone ehf. á hendur Aurláka ehf. að fjárhæð 970.103.914 kr. til Leiftra Ltd. Því þarf Aurláki að greiða Milestone áðurnefnda fjárhæð.

Í málinu reyndi m.a. á hvort Milestone hafi verið ógjaldfært þegar framsalið átti sér stað, í mars 2008.

Þegar hafði verið dæmt í málinu í héraði. Þar féll dómur í fyrra en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem vísaði málinu aftur til héraðsdóms.

Til vara var stefnunni beint gegn Karli sjálfum og Steingrími bróður hans, en þeir áttu áður Aurláka saman. Karl hefur hins vegar verið eini eigandi félagsins frá árinu 2011.

Lesa má dóminn hér.