Félag íslenskra bókaútgefenda hefur ákveðið að annast sjálft vinnslu og birtingu á metsölulista bókaverslana. Undanfarin ár hefur Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst (RSV) haldið um samantekt og birtingu listans.

Að sögn Emils B. Karlssonar, forstöðumanns rannsóknarsetursins, hefur RSV byggt upp gagnagrunn yfir metsölulista en samningi við setrið var sagt upp í kjölfar þess að Bryndís Loftsdóttir var ráðin til starfa hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda og ákveðið var að félagið sæi sjálft um birtingu listans. Listinn byggir á upplýsingum frá flestum bókaverslunum landsins og öðrum verslunum sem selja bækur, eins og stórmörkuðum og bensínstöðvum.