Félagið Unity Investments ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og hefur skiptastjóri auglýst eftir kröfum í búið.

Síðasti ársreikningur félagsins var fyrir árið 2007 og var það þá í eigu Baugs Group, FL Group og Kevins Stanford. Það ár nam tap félagsins tæpum 115 milljónum punda, andvirði um 23,5 milljarða króna á núvirði.

Stærsta eign félagsins var dótturfélagið Unity One ehf., sem hafði fjárfest aðallega í hlutabréfaafleiðum. Skuldir Unity Investments árið 2007 námu 129,2 milljónum punda og voru skuldir við hluthafa þar veigamestar.

Jón Ásgeir Jóhannessson-London
Jón Ásgeir Jóhannessson-London
© BIG (VB MYND/BIG)

Jón Ásgeir Jóhannesson er fyrrverandi forstjóri og aðaleigandi Baugs.