Hagnaður Félagsbústaða hf. nam 10.777 milljónum króna á árinu 2016 samanborið við 4.051 milljón króna hagnað árið áður. Félagsbústaðir eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem eiga og reka félagslegt leigubúsnæði. Félagið á og rekur samtals 2.445 íbúðir í Reykjavík.

„Við mat á eignum Félagsbústaða til útleigu er stuðst við mat fasteignaskrár Þjóðskrár Íslands sem
var í gildi í árslok 2016 að teknu tilliti til 13,7% hækkunar á vísitölu íbúðaverðs í fjölbýli í Reykjavík frá febrúar 2016. Matsbreyting fjárfestingaeigna félagsins nam 10.942 millj. kr. á árinu 2016 en var 4.080 millj. kr. árið 2015,“ segir í fréttatilkynningu frá Félagsbústöðum.

Rekstrartekjur Félagsbústaða hf. á árinu 2016 námu 3.303 milljörðum króna sem er 4,4% aukning tekna á milli ára aðallega vegna verðlagshækkunar leigu og stækkunar eignasafnsins. Rekstrargjöld námu samtals 1.785 milljónir króna og hækkuðu um 7,5% milli ára.

Rekstrarhagnaður Félagsbústaða hf. fyrir vaxtagjöld, verðbætur og matsbreytingu fjárfestingaeigna jókst um 1% milli ára, úr 1,502 milljónum króna árið 2015 í 1.518 milljónum króna árið 2016.

Efnahagsreikningur Félagsbústaða

Heildareignir Félagsbústaða hf. í árslok 2016 námu 67,8 milljörðum og jukust um 13,9 milljarða króna á árinu, eða um 28,4%. „Matsbreytingar fjárfestingaeigna skýra eignaaukninguna að
langstærstum hluta en auk þess fjölgaði fjárfestingaeignum um 119 á árinu. Eigið fé félagsins nam 32,7 milljörðum.kr. í árslok 2016 og jókst um rúma 11 milljarða kr. milli ára, eða um 50,9%. Eiginfjárhlutfall var 48,3% í árslok 2016 en var 40,2% árið á undan,“ segir í tilkynningu frá Félagsbústöðum.