Rekstrarhagnaður Félagsbústaða hf. á fyrstu sex mánuðum ársins fyrir vaxtagjöld, verðbætur lána og matsbreytingu fjárfestingaeigna var 771 milljónir króna og jókst um 6% miðað við sama tímabil í fyrra.

Félagsbústaðir hf. eru í eigu Reykjavíkurborgar, sem birti einnig hálfsársuppgjör í dag .

Samkvæmt nýútkomnum árshlutareikningi Félagsbústaða hf. kemur fram að rekstrartekjur Félagsbústaða hf. 1,6 milljarða sem er 5,3% aukning tekna miðað við sama tímabil og í fyrra. Tekjurnar hækkuðu aðallega vegna verðlagshækkunar leigu og stækkunar eignasafns.

Heildareignir Félagsbústaða í lok tímabils námu tæpum 60 milljörðum og hækkuðu um 5,9 frá áramótum - eða um 10,9%.
Eigið fé félagsins nam 27 milljörðum í lok tímabilsins og jókst það um tæpa 5,4 milljarða.