Félagsbústaðir þurfa að endurgera ársreikninga fyrir árin 2011 og 2012 vegna þess að ársreikningurinn 2011 var ekki gerður og settur fram í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla.

Hinn 29 maí 2012 ákvarðaði ársreikningaskrá ríkisskattstjóra að félaginu væri skylt að beita IFRS við gerð og framsetningu ársreikninga sinna í samræmi við ákvæði 90. greinar laga um ársreikninga. Hinn 21. júlí 2013 staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákvörðun ársreikningaskrár en félagið hafði kært ákvörðun ársreikningaskrár til ráðuneytisins.

Í tilkynningu Félagsbústaða til Kauphallarinnar segir að stefnt sé að endurgerð reikningsskila félagsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla og birtingu þeirra vegna reikningsáranna 2011 og 2012 verði lokið fyrir 31. janúar næstkomandi.

Skuldabréf gefið út af Félagsbústöðum hf. (FEL 04 1) hefur verið fært á Athugunarlista með vísan til tilkynningar.