Félagsgjöld Ólafíu B. Rafnsdóttur, frambjóðanda til formanns VR, voru greidd nokkra mánuði aftur í tímann í byrjun febrúar eða nokkrum dögum fyrir framboð Ólafíu.

Hér er um að ræða félagsgjöld til VR en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Formannskosning stendur nú yfir en rétt er að taka fram kjörstjórn VR hefur úrskurðað að framboð hennar og annarra standist lög VR

Ólöf segir í samtali við Morgunblaðið að hún hafi verið á launaskrá 365 miðla þangað til í september á síðasta ári og launþegi hjá félagi um framboð Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, frá því í nóvember. Það er heldur óvenjulegt að starfsmenn í einstaka prófkjörum eða kosningaverkefnum starfi sem launamenn, miklu frekar sem verktakar, en í samtali við Morgunblaðið segist Ólafía hafa starfað sem launþegi þegar hún vann fyrir framboð Árna Páls fyrr í vetur.

Aðspurð um það af hverju félagsgjöld vegna aðildar hennar að VR hafi verið greidd þrjá mánuði aftur í tímann í byrjun febrúar segist Ólafía í samtali við Morgunblaðið ekki sjá um greiðslu félagsgjalda enda sé það atvinnurekandans að gera það. Vísað hún á Árna Pál í því sambandi. Þá er haft eftir Árna Pál að gengið hafi verið frá öllum skattaskilum og gjöldum vegna þessa.