Tvö tilboð hafa borist rekstur félagsheimilisins Árness í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Staðurinn var á árunum áður einn af helstu sveitaballastöðum Suðurlands.

Núverandi rekstraraðili heitir Matstofan. Forráðamenn félagsins sögðu samningnum upp í byrjun sumars og óskuðu á sama tíma eftir því að verða leystir undan samningi sem átti að gilda til 1. nóvember næstkomandi.

Fram kemur í Sunnlenska fréttablaðinu í vikunni, að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps taki væntanlega ákvörðun um það í vikunni hver taki við rekstri félagsheimilisins.