Skuldir Breta eru að aukast meðal annars vegna hárra fjárhæða sem þeir eyða í félagslíf sitt. Talsmenn Money Advice Service, peningaþjónusta sem ríkið setti upp, segja að fullorðnir Bretar séu að eyða umfram það sem þeir eiga í kringum 250.000 krónur í félagslíf sitt.

Í skýrslu Money Advice Service kemur fram að nær helmingur Breta segist eyða meiru en þeir eiga von á þegar þeir fara út að skemmta sér. Hræðsla við að virðast nískur hefur þau áhrif að Bretar kaupa hringinn af bjór handa vinahópnum eða skipta með sér reikningi á veitingastað sem er þeim oft mjög óhagstætt. Einnig kemur fram í skýrslunni að lítil sjálfsstjórnun hefur áhrif á félagslífs skuldir en 36% segjast eyða of miklum sökum þess.

Það eru ekki einungis ferðir á pöbbinn eða út að borða sem að stefna Bretum í skuld. Einn sjötti Breta segist fara í ferðalög sem þeir hafa ekki efni á.

Talsmaður Money Advice Service sagði í samtali við The Guardian að fólk verði að læra að neita sér um meira og í stað þess einbeita sér á að borga upp skuldir sínar.