Ríflega helmingur félagsmanna Samtaka iðnaðarins segjast vera andsnúnir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Er þetta meðal niðurstaðna í könnun sem Outcome gerði fyrir Samtök iðnaðarins í tilefni af Iðnþingi. Um 52,8% segjast andvígir aðild en 33% hlynntir, en 15% aðspurðra eru hvorki hlynntir né andsnúnir.

Þá eru 54,3% félagsmanna SI eru hlynnt því að ljúka aðildarviðræðum en 34,8% hætta viðræðum. Í könnuninni fyrir samtökin var spurt hvort aðild að Evrópusambandinu væri hagstæð eða óhagstæð fyrir fyrirtækið. Tæp 30% segja að aðild yrði hagstæð en 33% að hún yrði hvorki hagstæð né óhagstæð. Hins vegar segja 14,4% að aðild yrði frekar óhagstæð en 15,3% mjög óhagstæð.