Leiðari nýjasta tölublaðs Economist ber yfirskriftina starfrænt einræði í Kína en þar fjallar blaðið um tilraunir kínverskra stjórnvalda til að stýra íbúum landsins með notkun stafrænnra upplýsinga.

Ber leiðarinn saman þær gríðarlegu upplýsingar sem vestræn fyrirtæki eins og google og facebook hafa um notendur sína við stöðuna í Kína þar sem ekki megi vænta jafnskýrra reglna um rétt ríkisins til að nýta þessar upplýsingar.

Stafrænt einræði

Segja þeir eftirlitið geta leitt til einræðis ekki ólíks því sem við sjáum í svartsýnustu framtíðarskáldsögum og séu þegar hafnar tilraunir á slíkum kerfum.

Opinberir aðilar eru þegar farnir að tala um að búa til kerfi sem árið 2020 muni „leyfa þeim sem eru traustsins verðir að gera hvað sem er, meðan þeir sem ekki njóta trausts verði gerð hvert einasta skref erfitt.“

Kerfið komið í prófun

Kerfið sé nú einungis í prófunum á þrjátíu stöðum í landinu en það búi til svokallað félagslegt kredit sem safni upplýsingum um hegðun fólks og gefi þeim einkunn eftir því.

Ríkisstjórnin sé þó ekki enn ákveðin að hve miklu leiti eigi að nýta það sem og andstaða hefur verið við að það gefi kommúnistaflokknum of mikið vald yfir fólkinu.

Gagnrýnendur líkja við aðgerðir hersetuliðs

Hafa opinberir fjölmiðlar birt fréttir um að íbúar sem hafi heimssótt opinberar skrifstofur til að kvarta undan misnotkun valds hafi verið refsam með því að fá lágt skor í kerfinu.

Hafa þeir jafnvel vitnað í gagnrýnendur sem líkt hafa kerfinu við aðgerðir Japana á tímum hersetu þeirra í landinu þegar þeir afhentu þeim sem þeir treystu skírteini fyrir að vera góðir þegnar.

Segir leiðarinn að það að flokkurinn hafi leyft slíkri gagnrýni að koma fram sýni að hann hyggist hlusta á einhverja þeirra, en á móti komi að slíkar aðgerðir séu í takt við langa hefð kínverskra stjórnvalda að skipta sér af lífi borgaranna.