*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 22. nóvember 2004 09:24

Félagsmönnum VR fækkar á atvinnuleysisskrá

Ritstjórn

Atvinnuleysi meðal félagsmanna VR minnkaði verulega á milli áranna 2003 og 2004 og á sama tíma fjölgaði félagsmönnum umtalsvert. Atvinnuleysi meðal félagsmanna VR minnkaði um 7% á milli októbermánaðar árið 2003 og sama tíma í ár. Þá var atvinnuleysi meðal félagsmanna í október sl. 27% minna en í mánuðinum þar á undan. VR Á sama tíma varð 12% aukning í greiðslu félagsgjalda sem þýðir um 5-6% fjölgun félagsmanna.

Þetta er ánægjuleg þróun og merki um að þenslan sé farin að skila sér til höfuðborgarinnar segir í frétt á heimasíðu félagsins.