*

miðvikudagur, 11. desember 2019
Fólk 11. september 2019 12:48

Felix, Sara Ósk og Snorri til Sahara

Með ráðningu þriggja nýrra starfsmanna eru starfsmenn stafrænu auglýsingastofunnar komnir í um 30 manns.

Ritstjórn
Snorri Guðmundsson, Sara Ósk Káradóttir og Felix Hjálmarsson hafa öll gengið til liðs við Sahara.
Aðsend mynd

Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn, þau Felix Hjálmarsson, Söru Ósk Káradóttur og Snorra Guðmundsson.

Felix Hjálmarsson er með Bsc í viðskiptafræði og starfaði sem Online Visual Merchandiser hjá H&M í Stokkhólmi og síðast hjá Arion banka sem markaðssérfræðingur í sölu og miðlum.

Sara Ósk Káradóttir er með MSc í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum ásamt BA gráðu í fjölmiðlafræði og starfaði síðast hjá Artica þar sem hún hafði umsjón með samfélagsmiðlum.

Snorri Guðmundsson starfaði síðast hjá Manhattan Marketing við markaðsmál og viðburðastjórnun.  Snorri er með Bsc. gráðu í viðskiptafræði og MA gráðu í markaðsfræði frá Háskólanum á Bifröst.

Fyrirtæki með 30 manns í efnissköpun á stafrænum miðlum

Hjá SAHARA starfa 30 manns en stofan sprettur upp úr tveimur fyrirtækjum; Silent, framleiðslufyrirtæki frá 2009 og SAHARA, samfélagsmiðlafyrirtæki frá 2016. Félögin sameinuðust 2018 undir nafninu SAHARA og urðu við sameininguna stafræn auglýsingastofa.

Starfsemi SAHARA skiptist í þrjár samtvinnaðar deildir: Framleiðsludeild sem framleiðir m.a. myndbönd, ljósmyndir og streymir beinum útsendingum, Stafræn- og samfélagsmiðladeild sem sér um samfélagsmiðla fyrirtækja og stafrænar herferðir, leitarvélabestun og herferðir á Google svo fátt eitt sé nefnt og svo loks Skapandi deild sem tengir hinar tvær í gegnum efnissköpun, mörkun, hönnun, hugmyndavinnu, textagerð og fleira.

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri Sahara segir ráðningarnar rökrétt framhald af sókn fyrirtækisins undanfarið. „Það eru mörg tækifæri á borðinu. Markaðsfólk er í auknum mæli að færa sig í átt að stafrænum miðlum sem eru náttúrulega okkar sérgrein auk framleiðslunnar sem er innanhúss“ segir Davíð Lúther.

„Með því að ráða þau Felix, Söru og Snorra erum við einfaldlega að gera okkur betur í stakk búin fyrir það sem framundan er hjá okkur næstu misserin. Þau koma hvert fyrir sig eins og kölluð með hvert með sinn sterka bakgrunn og smellpassa í okkar samhenta hóp.“