„Þið getið verið í störukeppninni áfram. En ég ætla ekki að taka þátt í því,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún lagði á fundi borgarstjórnar í dag fram tillögu um að framkvæmdum við Hverahíð og á Hellisheiði verði frestað um eitt ár til að kanna svæðið frekar. Tillagan var felld á fundi borgarstjórnar.

Sóley vísaði því á hægt sé að taka gufuna í Hverahlíð og tengja hana við Hellisheiðarvirkjun sem gefna. Því þurfi að kanna svæðið frekar áður en ráðist er í framkvæmdir á því. Hún sagði málið byggjast á misskilningi.

„Ég er ekki að tala um að byggja Hverahlíðarvirkjun. Ég gekk út frá því að við vissum að Hverahlíðarvirkjun er ekki að verða að verða að veruleika. Ef við viljum vera ábyrg þá ættum við að velta fyrir okkur hvað við erum að setja mikla peninga inn í þetta af almannafé. Þetta eru 4,3 milljarðar króna og ekki er víst hvort orkan þar er jafn mikil og talin er vera,“ sagði hún.