Sérfræðingar hjá ríkisháskólanum í Colorado spá því að fellibyljir verði tíðir á Atlantshafi í ár og gera ráð fyrir að fimm stormar verði það sterkir að þeir verði skilgreindir þriðja stigs fellibyljir eða hærri. Sérfræðingarnir telja 74% líkur á því að öflugur fellibylur komi á land í Bandaríkjunum. Enginn fellibylur kom að landi í fyrra og sérfræðingarnir telja að tíðin verði ekki jafn slæm og árin 2004 og 2005 þegar gríðarlegt tjón varð af fellibyljunum Katrínu og Rítu.