Bandaríski byggingavörusmásalinn Home Depot hagnaðir, líkt og helsti keppinauturinn Lowe‘s , umfram væntingar á þriðja ársfjórðungi þessa árs.

Hagnaður félagsins dregst engu að síður saman um 31% milli ára en hann nam á þriðja ársfjórðungi 756 milljónum dala samanborið við 1,1 milljarð dala á sama tíma.

Það samsvarar 45 centum á hvern hlut samanborið við 60 cent á hvern hlut á sama tíma í fyrra. Greiningaraðilar á vegum Reuters höfðu gert ráð fyrir hagnaði upp á 39 centum á hvern hlut.

Þó það sé ekki tekið fram í uppgjörstilkynningu félagsins hefur Reuters eftir heimildarmönnum sínum að sala á ýmsum vörum hafi aukist verulega í kringum fellibylstímabilið fyrr í haust.

Þannig hafi almenningur keypt sér byggingavörur til að bæta hús sín og  undirbúa fyrir óveður, auk þess sem keypt voru hlutir eins og vasaljós, tjöld, svefnpokar, gashitarar og fleira.

Í uppgjörstilkynningu frá félaginu kemur fram að þrátt fyrir minnkandi einkaneyslu hafi félaginu tekist að ná rekstrarkostnaði niður í því árferði sem nú ríkir á mörkuðum.