Nýskráningar húsbíla og ferðavagna, sem eru felli- og hjólhýsi ásamt tjaldvögnum samkvæmt skilgreiningu Samgöngustofu, jukust mikið á síðasta ári og hefur sú aukning haldið sér í ár og rúmlega það. Á sama tíma hefur nýskrániningum fellihýsa nánast alfarið hætt.

Aukningin kemur nánast alfarið vegna hjólhýsa sem eru nú um 95% alls innflutningsins, ef miðað er við fyrstu 7 mánuði ársins, en þau voru um 57% nýskráninganna árið 2014. Fjölgaði nýskráningum hjólhýsa um 77% á síðasta ári miðað við árið 2016, en það ár og árið þar áður nam aukningin um 40%.

Kristín Anný Jónsdóttir sölustjóri hjá Víkurverki segir blautt veðurfar síðustu sumra skýra aukninguna en einnig mikil styrking krónunnar í fyrra.

„Þetta eru þægindin fyrst og fremst enda hefur víða um land þetta verið rigningarsumarið mikla, en síðasta sumar var líka nokkuð blautt. Núna er sérstaklega áberandi að fólk með fellihýsi eru að koma og skipta þeim út fyrir hjólhýsi, því þau fyrrnefndu eru endalaust blaut. Eins og tíðin hefur verið hefur fólk ekkert náð að þurrka þau almennilega,“ segir Kristín Anný.

Einungis tvö fellihýsi hafa verið skráð á göturnar í ár, þrjú í fyrra og eitt árið þar áður. Ein ástæðan fyrir minnkun í innflutningi þeirra, sem koma frá Bandaríkjunum, er að mati Kristínar Ánný að vegna Evrópureglugerða um CE vottun og annað þurfi að skipta út eldavélum og öðru í þeim meðan hjólhýsin koma frá Evrópusambandslöndum. Með breytingunum eru ný fellihýsi komin nálægt hjólhýsum í verði.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Kostnaður við endurbætur á Fríkirkjuvegi 11 nálgast tvo milljarða
  • Seljendur vilja 3,1 milljarð fyrir hótel á Suðurlandi
  • Ítarleg yfirferð á þróun hlutabréfaverðs og nýjustu uppgjörum leiðandi tæknifyrirtækja
  • Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar\TBWA er í ítarlegu viðtali
  • Kappakstursbílahermir mun keppa við gokart bíla
  • Forstöðumaður hjá Wow air segir frá nýja starfinu og golfdraumum sem rættust
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um þöggunartilburði mannréttindapostula Pírata