François Hollande, forseti Frakklands hefur fallið frá frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar sem var ætlað að aðstoða stjórnvöld í baráttu sinni gegn hryðjuverkum.

Frumvarpið hefði svipt þá sem hefðu verið dæmdir fyrir hryðjuverk frönskum ríkisborgararétti. Það var upphaflega lagt fram í kjölfar árásanna í París um miðjan nóvember.

Hollande sagði að það hefði verið ómögulegt að ná pólitískri samstöðu um frumvarpið. Neðri deild þingsins samþykkti frumvarpið með naumindum en efri deildin hafnaði frumvarpinu. Hollande ákvað því að draga frumvarpið til baka.