Tólf aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í gærkvöldi. Þetta eru fyrstu kjarasamningar BHM sem  undirritaðir eru á þessu ári.

Í Morgunblaðinu í dag segir að Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, vilji ekki gefa upp nákvæmlega hvert innihald samninganna er að öðru leyti en því að hann sé til 17 mánaða og að launataflan muni breytast.

Þetta eru félög félagsráðgjafa, sálfræðinga, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, bókasafns- og upplýsingafræðinga, viðskipta- og hagfræðinga, lögfræðinga, félagsvísindamanna, náttúrufræðinga, ljósmæðra, dýralækna og Fræðagarður. Félagsmenn eru um 800 talsins.