*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 2. október 2014 19:15

Félög Helga skiluðu 225 milljóna hagnaði

Þrjú félög í eigu Helga Magnússonar skiluðu myndarlegum hagnaði í fyrra.

Ritstjórn
Helgi Magnússon.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hagnaður þriggja félaga í eigu Helga Magnússonar, fjárfestis og stjórnarformanns Bláa lónsins, nam samtals 225 milljónum króna í fyrra. Um er að ræða félögin Hofgarða ehf., Varðberg ehf. og Eignarhaldsfélag Hörpu ehf., en Helgi á allt hlutafé í fyrrtöldu félögunum tveimur og meirihluta í þriðja félaginu. Eignir félaganna eru að stærstum hluta verðbréf.

Eignir félaganna nema samtals 1.499 milljónum króna og bókfært eigið fé þeirra 863 milljónum. Skuldir félaganna nema því samtals 586 milljónum króna.

Hagnaður Hofgarða nam 97 milljónum króna, eignir félagsins námu 592 milljónum króna um síðustu áramót og bókfært eigið fé nam 298 milljónum. Hagnaður Varðbergs nam 78 milljónum, eignir félagsins voru 212 milljónir og eigið fé 163 milljónir. Hagnaður Eignarhaldsfélags Hörpu 50 milljónum í fyrra, eignir félagsins námu 645 milljónum króna og bókfært eigið fé nam 402 milljónum.