Félögin Vostok Holdings hf. og Aurora Holding hf., sem var slitið í árslok 2009, fjárfestu í skráðum og óskráðum félögum í Austur- Evrópu.

Vostok Holdings hf. var í helmings eigu Hraunbjargs, félags í eigu MP banka og Margeirs Péturssonar, stærsta hluthafa og stofnanda bankans. Aðrir hluthafar voru Byr og FSP en hið síðarnefnda tilheyrir VBS fjárfestingarbanka. Stærstu hluthafar Aurora Holding var Hraunbjarg með 38% hlut og MP banki með fjórðungshlut.

Tap félaganna tveggja á árinu 2008 var talsvert. Þannig var tap af rekstri Aurora tæplega 22 milljónir evra, jafnvirði um 3,3 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Tap af rekstri Vostok Holdings á árinu 2008 nam 6,9 milljónum króna en eigið fé þess var aukið um milljarð að markaðsvirði það ár.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .