Bandaríski gítarsmiðurinn Fender Musical Instruments ætlar að feta sig inn á hlutabréfamarkað. Þetta er einhver þekktasti gítarframleiðandi í heimi. Þrátt fyrir það er ekki eins mikil eftirvænting eftir skráningunni og nýsköpunartæknitröllum á borð við Facebook og netleikjafyrirtækjum. Ekki er heldur um neina risastóra skráningu að ræða, heldur „aðeins“ hlutabréf fyrir 200 milljónir dala, jafnvirði 25 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar er búist við að markaðsverðmæti Facebook fari yfir 100 milljarða dala þegar fyrirtækið verður skráð á markað.

Jimi Hendrix
Jimi Hendrix

Fjármunina á að nota til að greiða niður skuldir. Þær nema 246,2 milljónum dala.

Fyrirtækið var  og langt frá því að vera meðal yngstu fyrirtækja í heimi. Leo Fender stofnaði fyrirtækið árið 1946 og fagnar það því 66 ára afmæli á þessu ári.

Fyrstu gítarar fyrirtækisins eins og þeir eru þekktir í dag leit dagsins ljós árið 1950. Gítarhetjur á borð við Jimi Hendrix og Eric Clapton hafa í gegnum tíðina ýmist japlað á strengjum Fendersins eða gælt við hljóðfærið.

Eric Clapton
Eric Clapton
Eric Clapton í góðum gír með Fender Stratocaster