Hótelkeðjan W hefur gefið það út að hún sé áhugasöm um að hasla sér völl á íslenskum markaði að sögn Nicola McShane-Bau, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Miðillinn Túristi greinir frá þessu í dag.

Hótelkeðjan W er í eigu Starwood sem er eitt stærsta hótelfélag í heimi, en það á og rekur m.a. Sheraton og Wesin. Nicola segist bjartsýn um að Ísland verði einn þeirra markaða sem þau munu vaxa á í framtíðinni.

Fjárfestahópurinn sem stendur að byggingu fimm stjörnu hótels við Hörpu var í viðræðum við forsvarsmenn W hótelkeðjunnar, en undir lok sumars var tilkynnt að hótelið verði rekið undir merkjum Marriot Edition.