*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 7. mars 2015 15:10

Fengu ekki sömu skuldaaðlögun og aðrir

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, segist ekki viss um að fyrirtækið eigi heima í kauphöllinni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís,segir að frá hruni hafi verið unnið með jöfnum höndum að því að ná tökum á stöðunni.

„Þegar ég horfi í kringum mig sýnist mér að sú skuldaaðlögun sem Olís fékk hafi ekki verið í neinu samræmi við það sem mörg önnur olíufyrirtæki fengu, t.d. N1, og erum því ennþá að glíma við talsvert háa skuldsetningu. Við erum því ekki alveg komin á þann stað sem við viljum vera og þetta gerir uppbyggingu innviða erfiðari en ella. En stefna hluthafa, stjórnar og stjórnenda er að byggja hér upp öflugt arðgreiðslufélag til framtíðar. Það þýðir að við erum núna að einbeita okkur að því að greiða niður skuldir.“

Hann segist ekki gera ráð fyrir því að félagið verði skráð á markað. „Olís var skráð á markað á árum áður og þá man ég að við sættum gagnrýni fyrir litla arðsemi. Kostnaður er mikill og margínan lítil og ég er því ekki viss um að það henti félaginu að fara aftur í kauphöllina.“

Ítarlegt viðtal við Jón Ólaf er í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.