*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 12. mars 2018 12:21

Fengu flesta Lúðra á ÍMARK deginum

Brandenburg var valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð og fékk stofan verðlaun í 6 af 13 flokkum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Íslensku auglýsingaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Reykjavík Hilton Nordica um helgina og fóru flestir Lúðrarnir til auglýsingastofunnar Brandenburg, eða alls sex talsins.

Var þetta í 32. sinn sem ÍMARK, í samráði við Samband íslenska auglýsingastofa, verðlaunaði auglýsingar sem sendar voru inn í samkeppnina Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin.

Voru afhent verðlaun í 13 flokkum, en Brandenburg fékk 22 tilnefningar og er það fjórða árið í röð sem hún hlýtur flestar tilnefningar á Ímark hátíðinni. Þrjár tilnefningar voru í hverjum flokki.

Auglýsingar sem Brandenburg fékk verðlaun fyrir voru í flokkunum herferð, prentauglýsing, vefauglýsing, almannaheillaauglýsing, samfélagsmiðlaauglýsing og umhverfisauglýsing og viðburður ársins. Þær voru unnar fyrir Sorpu, Epal, Krabbameinsfélagið, Nova og Orkusöluna. 

Brandenburg var einnig valin auglýsingastofa ársins, annað árið í röð, en stofan var stofnuð árið 2012 og er í eigu Braga Valdimars Skúlasonar, Hrafns Gunnarssonar, Jóns Ara Helgasonar og Ragnars Gunnarssonar.

„Það er skemmtileg samvinna sem er greinilega að skila sér,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg. 

„Við erum mjög ánægð með þennan árangur og þetta sýnir að við erum öflugt teymi með viðskiptavini sem leyfa okkur að fara aðeins út fyrir rammann.“ 

Aðrar stofur hlutu ein verðlaun hver á hátíðinni en þetta var í 32. sinn sem verðlaunin eru veitt.

Hér er listi yfir verðlaunahafa í hverjum flokki:

 • Kvikmyndaðar auglýsingar: EM kvenna - óstöðvandi, Auglýsandi: Icelandair, Auglýsingastofa: Íslenska auglýsingastofan.  
 • Útvarpsauglýsingar: Dj jól Atlantsolíu, Auglýsandi: Atlantsolía, Auglýsingastofa: HN: Markaðssamskipti.
 • Prentauglýsingar: Fögnum glæsileikanum, Auglýsandi: Epal, Auglýsingastofa: Brandenburg.
 • Vefauglýsingar: Þú veist betur, Auglýsandi: Krabbameinsfélagið, Auglýsingastofa: Brandenburg.
 • Stafrænar auglýsingar: Persónulegi pzzaofninn, Auglýsandi: Domino´s, Auglýsingastofa: PIPAR/TBWA
 • Samfélagsmiðlar: Sjónvarp á fimmtudögum í júlí, Auglýsandi: NOVA, Auglýsingastofa: Brandenburg.
 • Umhverfisauglýsingar og viðburðir: Rafmagnslaust í Höllinni, Auglýsandi: Orkusalan, Auglýsingastofa: Brandenburg.
 • Veggspjöld og skilti: Litbrigði – Kontor Reykjavík, Auglýsandi: Kontor Reykjavík, Auglýsingastofa: Kontor Reykjavik 
 • Bein markaðssetning: Jólagjöf til alþingismanna – Borðspilið Skerðing, Auglýsandi: Öryrkjabandalag Íslands, Auglýsingastofa: ENNEMM
 • Mörkun: Meniga endurmörkun, Auglýsandi: Meniga, Auglýsingastofa: Meniga
 • Herferðir: Meira og minna endurunnið efni, Auglýsandi: Sorpa, Auglýsingastofa: Brandenburg.
 • Almannaheillaauglýsingar: Þú veist betur, Auglýsandi: Krabbameinsfélagið, Auglýsingastofa: Brandenburg.
 • Flokkurinn ÁRA: Blóðskimun til bjargar, Auglýsandi: Háskóli Íslands – Læknadeild, Auglýsingastofa: Hvíta húsið