Rolf Domstein, forstjóri útvegssamsteypunnar Domstein, segist hafa gert góð kaup þegar fyrirtækið keypti rekstur Fram Foods í Svíþjóð af Arion banka á 3,7 milljónir norskra króna, jafnvirði tæpra 80 milljóna íslenskra. Segir hann kaupin vera reyfarakaup.

Norska sjávarútvegsblaðið Fiskeribladet/Fiskaren fjallar um málið í dag undir fyrirsögninni Reyfarakaup. Fiskifréttir fjalla um máið og vita í blaðið.

„Við fengum Fram Foods ódýrt en það er jú löglegt að gera góð kaup,” segir Rolf Domstein í samtali við Fiskeribladet/Fiskaren.

Fram kom í tikynningu frá Arion banka í gær, að við kaupin greiðir Domstein Sverige greiði hálfa milljón evra fyrir allt hlutafé félagsins.

Í fyrra námu tekjur Fram Foods í Svíþjóð um 18 milljónum evra en hjá félaginu starfa rúmlega 50 manns.

Fram Foods AB sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á kældum sjávarafurðum undir eigin vörumerkjum sem og vörumerkjum samstarfsaðila. Fyrirtækið var upphaflega hluti af Bakkavör.

Árið 2003 keyptu nokkrir starfsmenn reksturinn að stórum hluta og hófu sjálfstæðan rekstur. Bankinn tók félagið yfir fyrir tveimur árum og setti það í söluferli í mars.

Arion banki.
Arion banki.
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)