Aðeins fengust um 4,9% upp í lýstar veðkröfur í þrotabú eignarhaldsfélagsins Framtíð ehf. Samtals fengust greiddar 55,5 milljónir en lýstar veðkröfur námu 1.129 milljónum króna. Félagið var að fjórðungshlut í eigu félagsins Gunnlaugsson ehf., sem er í eigu knattspyrnubræðranna Bjarka og Arnars Gunnlaugssona.

Flugumýri 30 ehf. hélt um 55% hlutafjár og Fremd ehf. átti 20% hlut. Framtíð fjárfesti í lóðum í Mosfellsbæ á árunum fyrir hrun, að því er DV greinir frá, en félagið var stofnað árið 2007. Bjarki Gunnlaugsson var framkvæmdastjóri félagsins. VBS lánaði Langstærsti lánardrottinn Framtíðar ehf. var VBS fjárfestingabanki.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.