Teymi hefur afskrifað rúmlega milljarðs króna skuld vegna kaupréttarsamninga fyrrverandi forstjóra og fjármálastjóra félagsins.

Lánin, sem Glitnir veitti, voru notuð til að kaupa hlutabréf í Teymi sem síðan voru sett inn í eignarhaldsfélög þeirra Árna Péturs Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Teymis, og Ólafs Þórs.

Þegar félagið var afskráð í október 2008 tók Teymi yfir bæði félögin og skuldir þeirra. Engar eignir voru inni í félögunum aðrar en verðlaust hlutabréf í Teymi.

Annað félagið hét upphaflega Árni Pétur Jónsson ehf. og var í eigu Árna Péturs Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Teymis, og eiginkonu hans. Nafni félagsins var breytt í TT1 í lok október 2008 og enn breytt í K10481 ehf. nokkrum mánuðum síðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu.