Bresk yfirvöld hafa afhent Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra lista með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfnin er að finna í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í fyrra niðurstöður verkefnisins.

Bryndís segir í samtali við Fréttablaðið að yfirvöld í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu hafi fengið aðgang að gögnunum og sé verið að vinna úr þeim þar. Síðan hafi þau verið send til annarra landa.

„Við erum að bíða eftir frekari gögnum sem Bretar hafa undir höndum um þessa tilteknu aðila sem eru á listanum sem okkur var sendur. Það fer svo eftir því hvað kemur út úr þeim hvernig okkar rannsókn verður háttað," segir Bryndís í samtali við Fréttablaðið.

Bryndís að embættinu hafi nokkrum sinnum verið boðið að kaupa gögn frá útlöndum. Því hafi verið hafnað. Hún segir klárt að fengu hafi verið að slíkum gögnum. Spurning sé hvað megi telja eðlilegt að ganga langt til að afla þeirra. „En af þessu sýnist mér að draga megi þá ályktun að til séu ýmis gögn úti um allan heim," segir hún.