*

sunnudagur, 25. júlí 2021
Fólk 7. september 2014 20:35

Fer á brimbretti í Marokkó

Magnús Þorlákur hefur störf hjá McKinsey í október næstkomandi.

Ritstjórn
Magnús Þorlákur Lúðvíksson.
Haraldur Guðjónsson

Magnús Þorlákur Lúðvíksson hagfræðingur tók nýlega við stöðu hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company og mun hefja störf á starfsstöðvum fyrirtækisins í Kaupmannahöfn í október nk.

„Ég er ráðinn sem „junior associate“ sem er í raun inngangsstaða hjá fyrirtækinu og mun helst sinna ráðgjafastörfum,“ segir Magnús og kveðst ákaflega spenntur að hefja störf í Kaupmannahöfn. „Ég hóf að skoða McKinsey sem mögulegan vinnustað eftir útgáfu hinnar svokölluðu McKinsey-skýrslu um íslenska hagkerfið. Mér þótti mjög mikið til hennar koma og eftir nokkra rannsóknarvinnu sá ég að þetta væri fyrirtæki sem ég gæti vel hugsað mér að tilheyra.“

Áður en Magnús hefur störf hjá fyrirtækinu ætlar hann til Marokkó í sjö daga til að læra á brimbretti áður en hann heldur til Kaupmannahafnar. „Ef maður á annað borð hefur tækifæri til þess þá er gagnlegt að hlaða batteríin almennilega áður en maður hefur nýtt starf.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.