*

laugardagur, 18. janúar 2020
Erlent 16. október 2015 15:55

Fer frá Daimler til Volkswagen

Volkswagen hefur fengið formann lögfræðinefndar stjórnar Daimler til liðs við sig.

Ritstjórn

Dr. Christine Hohmann-Dennart mun taka sæti í stjórn Volkswagen frá og með næstu áramótum. Hohmann-Dennart hefur frá árinu 2014 setið í stjórn Daimler, móðurfélags Mercedes-Benz, og verið formaður lögfræði- og heiðarleikanefndar stjórnar Daimler.

Í tilkynningu frá stjórn Daimler segir að stjórnarformaður Volkswagen, Hans Dieter Pötsch hafi óskað eftir því við stjórnarformann Daimler, Manfred Bischoff, að Hohmann-Dennart fengi lausn frá samningi sínum við Daimler, sem átti að gilda út febrúar 2017. Hefur Bischoff orðið við þeirri beiðni og mun Hohman-Dennart taka sæti í nýrri lögfræði- og heiðarleikanefnd Volkswagen um áramótin.

Hohmann-Dennart er fyrrverandi dómari og sat hún meðal annars í stjórnskipunardómstóli Þýskalands á árunum 1999 til 2011.

Stikkorð: Volkswagen Daimler