*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Erlent 2. júlí 2020 12:05

Fer frá L´Oreal til Coty

Snyrtivörufyrirtækið Coty tilkynnti nýverið að það hyggðist ráða Sue Y. Nabi sem nýjan framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Ritstjórn
epa

Snyrtivörufyrirtækið Coty tilkynnti nýverið að það hyggðist ráða fyrrverandi framkvæmdastjóra L´Oreal, Sue Y. Nabi, sem nýjan framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Frá þessu er greint á vef MarketWatch

Nabi er meðal annars stofnandi hinnar þekktu lúxus húðvörulínu L´Oreal sem ber heitið Orveda og fyrrum framkvæmdastjóri L´Oreal auglýsingarinnar Lancome. Coty hyggst gera núverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Peter Harf að stjórnarformanni fyrirtækisins.

Á þessu ári hafa hlutabréf Coty lækkað um 62% meðan S&P vísitalan hefur lækkað um 3,6%.

Stikkorð: Coty L´Oreal