Skúli Mogensen fór langt með að endurheimta uppsafnað tap WOW air á árunum 2011-2014 með 1,1 milljarðs króna hagnaði flugfélagsins á síðasta ári.

WOW air var stofnað 2011 og var þá 3 milljón króna tap á rekstri þess. Flugferðir undir merkjum WOW air hófust hins vegar í maí árið 2012. Á því ári tapaði félagið 795 milljónum króna. Tapið var talsvert minna árið 2013, eða 332 milljónir. Það jóx hins vegar árið 2014 og nam þá 560 milljónum króna.

Sé taprekstur þessara fjögurra ára lagður saman, án núvirðingar og án tillits til verðlags, fæst að uppsafnað tap WOW air var um 1,7 milljarðar króna á þessu tímabili. Títan fjárfestingafélag lagði félaginu á sama tíma til 2.156 milljónir króna í hlutafé.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun hagnaðist WOW air um 1,1 milljarð króna eftir skatta í fyrra. Um 600 milljónir króna vantar upp á svo að uppsafnað tap WOW air 2011-2014 endurheimtist, án tillits til núvirðingar og verðlags.

Eigandi WOW air er Títan fjárfestingafélag, félag Skúla Mogensen.