Ríkisfjölmiðlar í Túrkeministan sögðu frá því í gær að forseti landsins, Gurbanguly Berdymukhamedov, hafi ákveðið að aflétta ferðabanni á ráðherra í ríkisstjórn landsins. Bannið var sett á sínum tíma af forvera Berdymukhamedov í embætti: Saparmurat Niyazov.

Fram kemur í dagblaðinu Óháða Túrkmenistan að nú geti ráðherrar lært af öðrum þjóðum og fyrirhugað er að menntamálaráðherrann heimsæki á næstunni Malasíu, viðskiptaráðherrann fari til Rússlands en sjálfur forsetinn mun hitta leiðtoga Sádi-Arabíu til skrafs og ráðagerða.