Í kjölfar náttúrhamfara sem gengu yfir Búrma 2. maí síðastliðinn þá ráðleggur utanríkisráðuneytið Íslendingum frá öllum ferðalögum til landins nema brýna nauðsyn beri til. Þetta kemur fram á síðu ráðuneytisins.

Utanríkisráðuneytið ráðleggur jafnframt íslenskum ríkisborgurum að halda sig fjarri Líbanon vegna ófríðarástands sem ríkir þar. Hryðjuverkasamtökin Hezbollah lýstu yfir stríði á hendur líbönskum stjórnvöldum í vikunni.