Erlendum ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um 6,5% í október síðastliðnum miðað við október í fyrra, samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þegar tveir mánuðir eru eftir af árinu hafa 413 þúsund erlendir ferðamenn komið til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll, fleiri en nokkru sinni fyrr og 15,6% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Í frétt frá Ferðamálastofu segir að í október muni mest um fjölgun á meðal Norðurlandabúa og Frakka á meðan fækkun er frá flestum öðrum mörkuðum miðað við sama tímabil í fyrra. Frá áramótum nemur fjölgun erlendra ferðamanna um Leifsstöð 15,6%. Frá áramótum er fjölgun frá öllum helstu mörkuðum nema Bandaríkjunum og Japan.