Sumarkönnun Ferðamálaráðs Íslands meðal erlendra gesta var birt í dag og í tilefni þess fáum við til okkar Magnús Oddsson ferðamálastjóra. Könnunin leiðir margt athyglisvert í ljós varðandi ferðatilhögun erlendra gesta og hvernig fólk ferðast til og frá landinu.

Að því loknu ætlum við að taka stöðuna á olímörkuðunum með aðstoð sérfræðings okkar Magnúsar Ásgeirssonar innkaupastjóra eldsneytis hjá olíufélaginu.

Í lokin kemur síðan Ásmundur Helgason í þáttinn en hann sem nýlega tók við starfi sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf. Óhætt er að fullyrða að þorri Íslendinga séu kaupandi að vörum frá þeim í einni eða annari mynd og við fáum innsýn í sölustarf þeirra.