Þýska ferða og flutningafyrirtækið TUI AG lýsti því yfir í gær að það hygðist taka yfir breska fyrirtækið First Choice Holidays og þar með koma á laggirnar evrópskum ferðarisa en heildarvirði hans yrði um fjórir milljarðar sterlingspunda.

Sameinað fyrirtæki mun fá nafnið TUI Travel PLC og verða hlutabréf þess skráð í kauphöllinni í London. Búist er við því að sameiningu fyrirtækjanna verði lokið á þriðja ársfjórungi og munu hlutafjáreigendur First Choice eignast 49% í hinu sameinaða fyrirtæki.