Gengi bréfa ferðaskrifstofa í Bretlandi hækkaði í kjölfar tilkynningar um gjaldþrot XL Leisure Group á föstudag. XL Leisure Group var þriðji stærsti söluaðilinn af sinni tegund allt fram að þrotinu. Financial Times segir frá þessu í dag.

Fjöldi viðskiptavina XL á síðasta ári var um 2,3 milljónir manna, sem skilaði félaginu um 7% markaðshlutdeild. Sérfræðingar hafa sagt að með gjaldþroti og samdrætti hjá helstu keppinautunum Tui og Thomas Cook, verði framboð skipulagðra sumarleyfisferða um það bil 20% minna.

Tui hækkaði um 7,3% í gær og Thomas Cook um 6,7%.