Kostnaður innanríkisráðuneytisins við ferð þeirra Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Jóhannesar Tómassonar upplýsingafulltrúa á alþjóðlega ráðstefnu um samgöngumál í Mexíkó í september nam nam rétt rúmri einni milljón króna, 1.054.429 krónum. Inni í kostnaðinum eru flugfargjöld fyrir þá báða og dagpeningar frá 26. september til 30. september.

Flugfargjöldin fyrir þá báða námu 329.015 krónum en dagpeningar 725.414 krónum.

Þetta kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Ríkisútvarpsins. Spurningar RÚV og svör ráðuneytisins sem voru send útvarpinu í síðustu viku en birt á vef ráðuneytisins í dag.

Ráðstefnan, sem haldin hefur verið á fjögurra ára fresti í ríflega hundrað ár, er ætluð fulltrúum framkvæmdavalds, stjórnsýlu og stofnunum þeim þsem fara með vegamál.

Þá kemur fram í svari ráðuneytisins að Ögmundur hafi farið sex sinnum á fundi erlendis síðan hann tók við embætti ráðherra í september í fyrra.

Svar ráðuneytisins í heild sinni má lesa hér