Þótt hreppapólitíkin hafi ekki verið jafn alltumlykjandi á þinginu það sem af er þessari öld og á þeirri síðustu er fróðlegt að skoða ferðakostnað þingmanna eftir kjördæmum, en Viðskiptablaðið gerði úttekt á kostnaði þingheims og stjórnarráðsins við utanlandsferðir í síðasta blaði.

Landsbyggðarkjördæmin þrjú eru þar öll með mjög svipaðan ferðakostnað á mann, um það bil 1,4 milljónir, sem er þónokkru hærri en tæplega milljóna króna meðaltalið í höfuðstaðnum.

Mesta athygli, og í raun nokkra furðu, vekur þó nægjusemi Reykjavíkurkjördæmis norður, sem sker sig kirfilega úr með aðeins rétt ríflega 700 þúsund króna meðalkostnað samanborið við yfir milljón bæði í Kraganum og syðri hluta borgarinnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út á fimmtudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.